Félögin lýsa sig reiðubúin til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að liðka fyrir því að hinir erlendu starfsmenn sem verið hafa hér á landi á vegum fyrirtækisins 2B ehf fái atvinnuleyfi hjá þeim fyrirtækjum sem þeir starfa hjá eða eftir atvikum öðrum fyrirtækjum. Félögin eru tilbúin til samstarfs við Vinnumálastofnun og hlutaðeigandi fyrirtæki svo mál starfsmannanna fái farsæla lausn.