Samþykkt sambandsstjórnar vegna draga að frumvarpi til laga um starfsmannaleigur

Sambandsstjórn Samiðnar lýsir yfir ánægju með að stjórnvöld hafi fallist á að sett verði lög um starfsmannaleigur en lýsir jafnframt yfir vonbrigðum með fyrirliggjandi drög að frumvarpi til laga.  Sambandsstjórnin telur mikilvægt að í lögum um starfsmannaleigur og tengdum lögum sé ábyrgð notendafyrirtækja skýr hvað varðar: 

 

A.  Upplýsingagjöf um starfskjör og starfréttindi til stéttarfélaga.

B.  Að starfskjör séu í samræmi við kjarasamninga og lög hvort sem, starfssamband launamanna og atvinnurekenda byggir á ráðningarsamningi eða milligöngu þriðja aðila.

C.  Skattskyldu og skil til ríkis og sveitarfélaga af launum þeirra sem ráðnir eru fyrir milligöngu starfsmannaleigu eða gervi þjónustusamninga sbr. orðsendingu ríkisskattstjóra nr. 3/2005.

Fundurinn hvetur félagsmálaráðherra og alþingi til að tryggja framangreind ákvæði í væntanlegri löggjöf um starfsmannaleigur eða tengdum lögum.


 

Reykjavík, 18. nóvember 2005