Frá og með árinu 2006 verða laun greidd í upphafi mánaðar alla mánuði ársins, þ.m.t. í desember og janúar.
Því verða ekki greidd út laun fyrir jól frá og með árinu 2006. Laun verða því greidd 1. desember 2006 og 1. janúar 2007 á sama hátt og aðra mánuði og verður svo framvegis.
Eldri samningar og samkomulög sem í gildi hafa verið og varða félagsmenn stéttarfélags sem starfa hjá OR falla úr gildi við gildistöku kjarasamnings þessa.
Bókun 3: Vísitölubinding fjárhæða slysatrygginga
Í kjarasamningsútgáfu þessari hafa tryggingarfjárhæðir vátrygginga verið uppreiknaðar miðað við vísitölu neysluverðs í júlí 2006. Fyrir liggur að vegna slysa sem áttu sér stað fyrir það tímamark gilda tryggingafjárhæðir sem eru lægri sem samsvarar mismun á neysluvísitölu frá þeim tíma sem slysið varð þó sbr.