1 Um kaup
1.1 Föst mánaðarlaun:
Samningur og launatafla frá 1.maí 2008 >>> sjá hér.
Launatafla frá 1.janúar 2008 >>> sjá hér.
Launatafla frá 1.janúar 2007 >>> sjá hér.
Launatafla frá 1.janúar 2006 >>> sjá hér.
Launatafla frá 1.janúar 2005 >>> sjá hér.
Launatafla frá 1.janúar 2004 >>> sjá hér.
Launatafla frá 1.janúar 2003 >>> sjá hér.
Sjá nánar vef Fjársýslu ríkisins.
1.1.2 Þegar unninn er 8 stunda vinnudagur reglubundið, reiknast brot úr mánaðarlaunum þannig, að deilt er með 21,67 í mánaðarlaunin og margfaldað með fjölda almanaksdaga annarra en laugardaga og sunnudaga frá upphafi eða til loka starfstíma.
1.1.3 Launatafla taki þeim hækkunum sem hér segir:
1. janúar 2005 3,00%
1. janúar 2006 2,50%
1. janúar 2007 2,25%
1. janúar 2008 0,50%
1.2 Launaþrep
1.2.1 Í ramma A eru 6 þrep
og raðast starfsmaður eftir aldri innan hans sem hér segir:
1. þrep: yngri en 20 ára
2. þrep: frá 20 ára aldri
3. þrep: frá 23 ára aldri
4. þrep: frá 26 ára aldri
5. þrep: frá 30 ára aldri
6. þrep: frá 35 ára aldri
Í ramma B eru 5 þrep
og raðast starfsmaður eftir aldri innan hans sem hér segir:
1. þrep: yngri en 30 ára.
2. þrep: frá 30 ára aldri
3. þrep: frá 35 ára aldri
4. þrep: frá 40 ára aldri
5. þrep: frá 45 ára aldri
Í ramma C eru 3 þrep
og raðast starfsmaður eftir aldri innan hans sem hér segir:
1. þrep: yngri en 40 ára
2. þrep: frá 40 ára aldri
3. þrep: frá 45 ára aldri
Þrep reiknast frá upphafi næsta mánaðar eftir afmælisdag.
1.3 Skilgreiningar starfa
1.3.1 Skilgreiningar starfa í ramma A, B, C:
1.3.2 Rammi A
Almennt starf iðnaðarmanns.
1.3.3 Rammi B
Starf iðnaðarmanns sem felst fyrst og fremst í því að nota faglega þekkingu til að leysa ýmis verkefni. Starfið felur í sér að krafist er frumkvæðis og sjálfstæðrar ákvarðanatöku um framkvæmd vinnunnar. Starfið getur falið í sér umsjón verkefna og/eða málaflokka. Með umsjón er m.a. átt við skipulagningu, samhæfingu og/eða flokkstjórn, stjórnun á áætlanagerð, kostnaðareftirlit eða viðvarandi verkefnastjórnun.
1.3.4 Rammi C
Starf iðnaðarmanns sem felst fyrst og fremst í stjórnun, áætlanagerð, kostnaðareftirliti og samhæfingu við stefnu stofnunar. Í starfinu felst ábyrgð á samskiptum við ráðuneyti, stofnanir og fyrirtæki
1.4 Tímavinnukaup
1.4.1 Tímakaup í dagvinnu í hverjum launaflokki er 0,615% af mánaðarkaupi.
Í ramma A skal miða við 4. þrep.
Í ramma B skal miða við 1. þrep.
Í ramma C skal miða við 1. þrep.
1.4.2 Heimilt er að greiða tímavinnukaup í eftirfarandi tilvikum:
1. Nemendum við störf í námshléum.
2. Lífeyrisþegum sem vinna hluta úr starfi.
3. Starfsmönnum sem ráðnir eru til skamms tíma vegna sérstakra, árvissra álagstíma ýmissa ríkisstofnana, þó eigi lengur en tvo mánuði.
4. Starfsmönnum sem ráðnir eru til að vinna að sérhæfðum afmörkuðum verkefnum.
5. Starfsmönnum sem starfa óreglubundið um lengri eða skemmri tíma, þó aðeins í algjörum undantekningartilvikum.
1.5 Yfirvinnukaup
1.5.1 Yfirvinna er greidd með tímakaupi. Tímakaup fyrir yfirvinnu í hverjum launaflokki er 1,0385% af mánaðarlaunum.
1.5.2 Öll vinna sem unnin er á stórhátíðum skv. gr. 2.1.4.3. greiðist með tímakaupi sem nemur 1,375% af mánaðarlaunum.
1.5.3 Sé yfirvinna fjarri föstum vinnustað ekki greidd skv. tímareikningi, skal semja um þá greiðslu fyrirfram við viðkomandi starfsmann og í samráði við félagið.
1.6 Álagsgreiðslur – vaktaálag
1.6.1 Vaktaálag reiknast af dagvinnukaupi sbr. gr. 1.4.1.
Vaktaálag skal vera:
33,33% kl. 17:00 – 24:00 mánudaga – fimmtudaga
55,00% kl. 17:00 – 24:00 föstudaga
55,00% kl. 00:00 – 08:00 mánudaga – föstudaga
55,00% kl. 00:00 – 24:00 laugard., sunnud. og sérstaka frídaga
90,00% kl. 00:00 – 24:00 stórhátíðardaga sbr. gr. 2.1.4.3.
Brot úr klst. greiðist hlutfallslega.
1.6.2 Greiðsla fyrir bakvaktir skal reiknast af dagvinnukaupi sbr. gr. 1.4.1 með eftirtöldum hætti:
33,33% kl. 17:00 – 24:00 mánudaga – fimmtudaga
45,00% kl. 17:00 – 24:00 föstudaga
45,00% kl. 00:00 – 08:00 mánudaga
33,33% kl. 00:00 – 08:00 þriðjudaga – föstudaga
45,00% kl. 00:00 – 24:00 laugard., sunnud. og sérstaka frídaga
90,00% kl. 00:00 – 24:00 stórhátíðardaga sbr. gr. 2.1.4.3.
Brot úr klst. greiðist hlutfallslega. Um greiðslur fyrir útköll á bakvakt gilda gr. 2.3.3.1 og 2.3.3.2.
1.6.3 Vinnutími starfsmanna skal vera samfelldur eftir því sem við verður komið. Greitt skal fyrir eyður í vinnutíma með vaktaálagi, skv. gr. 1.6.1.
1.6.4 Greiðsla fyrir eyður og bakvakt á dagvinnutímabili skv. gr. 2.2.1 er 33,33% álag.
1.7 Desemberuppbót
1.7.1 Starfsmaður í fullu starfi skal fá greidda persónuuppbót í desember ár hvert sem nemi:
Á árinu 2004 kr. 38.500
Á árinu 2005 kr. 39.700
Á árinu 2006 kr. 40.700
Á árinu 2007 kr. 41.800
Starfsmaður sem er við störf í fyrstu viku nóvembermánaðar skal fá greidda persónuuppbót 1. desember ár hvert miðað við fullt starf tímabilið 1. janúar til 31. október. Desemberuppbót er föst krónutala og tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamningsins. Á desemberuppbót reiknast ekki orlofsfé. Hafi starfsmaðurinn gegnt hlutastarfi eða unnið hluta úr ári, skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall á framangreindu tímabili.
Á sama hátt skal einnig starfsmaður sem látið hefur af starfi en starfað hefur samfellt í a.m.k. 3 mánuði (13 vikur) á árinu, fá greidda desemberuppbót, miðað við starfstíma og starfshlutfall. Sama gildir þótt starfsmaður sé frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu stofnunar lýkur eða í allt að 6 mánuði vegna fæðingarorlofs.