Alþjóðasamand byggingamanna kallar eftir samstöðu með farandverkafólki og alþjóðlegri mannréttindabaráttu á alþjóðlegum baráttudegi fyrir mannréttindum (10. desember) og alþjóðlegum baráttudegi farandverkafólks (18. desember). Farandverkafólk skal njóta sömu réttinda og annað verkafólk og skal ekki vera notað sem vörur á markaði. Það er hlutverk stéttarfélaga að verja þetta fólk og beita sér í réttindabaráttu þess hvað varðar laun og aðbúnað.