Félagsmenn Félags iðn- og tæknigreina og Iðnsveinafélags Suðurnesja samþykktu í atkvæðagreiðslum að sameina félögin. Í allsherjaratkvæðagreiðslu Iðnsveinafélagsins samþykktu tæp 80% sameininguna og félagsfundir Félags iðn- og tæknigreina samþykktu sameininguna mótatkvæðalaust.