Meðal efnis í Samiðnarblaðinu að þessu sinni er athyglisvert viðtal við Þórólf Matthíasson prófessor við Háskóla Íslands, þar sem hann leggur mat á stöðu krónunnar og áhrif þess verði evran tekin upp hér á landi. Einnig er í blaðinu yfirgripsmikil umfjöllun um óvönduð vinnubrögð í byggingariðnaði og stöðu kaupenda húsnæðis verði þeir fyrir barðinu á fúski.