Samiðn boðar til kjaramálaráðstefnu með þátttöku trúnaðarmanna á vinnustöðum og lykilfólki í aðildarfélögunum dagana 12. og 13. október á Hótel Selfossi. Ráðstefnan hefst kl. 14 og er hugsuð sem liður í undirbúningi að endurnýjun kjarasamninga sem renna út um áramót og er því mikilvægt að þátttakan verði góð og endurspegli þær kröfur sem helst brenna á félagsmönnum.
Auk kjaramálaráðstefnunnar hefur formaður Samiðnar, Finnbjörn A. Hermannsson, heimsótt aðildarfélögin og fundað með ýmist stjórnum félaganna eða mætt á almenna félagsfundi og rætt reynsluna af núverandi samningi og það sem helst brennur á mönnum við gerð nýs kjarasamnings.
DAGSKRÁ:
Föstudagur 12.okt.
Mæting kl. 14.00 (Rúta frá Borgartúni 30 kl. 12.45)
14.10 Staðan við upphaf samninga.Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Samiðnar
14.25 Stutt ávarp. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ
14.35 Stutt yfirlit um þróun kjaramála frá 2004 / Þróun kaupmáttar. Horft til næstu framtíðar. Rýnt í fyrirliggjandi hagspár. Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ
14.55 Nýjar áherslur í komandi kjarasamningum. Hilmar Harðarson, varaformaður Samiðnar
15.10 Áfallatryggingar. Gylfi Arnbjörnsson, framkv.stj. ASÍ
15.30 Kaffi
16.00 Hópavinna. Fyrsta umferð. Hópar verði með allt undir í fyrstu umferð
18.00 Hópstjórar flokka niðurstöður vinnuhópa niður eftir efnisflokkum
19.00 Móttaka
20.30 Sameiginlegur kvöldverður
Laugardagur 13.okt.
8.30 Hópavinna, önnur umferð. Hópar vinni með afmarkaða efnisflokka.
11.00 Samantekt
12.30 Hádegisverður
14.30 Brottför