Fræðsluvefur um lífeyrismál

Landssamtök lífeyrissjóða hafa opnað fræðsluvef þar sem nálgast má upplýsingar um allt er varðar lífeyrismál.

Vefurinn byggir á tveimur megin köflum.

Annars vegar  er að finna mikilvægar spurningar og svör um lífeyrissjóðina og lífeyrisréttindi. Efnið byggir á upplýsingariti Landssamtaka lífeyrissjóða um lífeyrismál, Lífeyrissjóðurinnn þinn, sem er ætlað að upplýsa sjóðfélaga lífeyrissjóða um réttindi þeirra og landsmenn almennt um lífeyrismál. Þessi kafli er einnig á dönsku, ensku og pólsku og er það gert vegna hinna fjölmörgu erlendu launamanna, sem vinna hér á landi og eignast lífeyrisréttindi í íslenskum lífeyrissjóðum.

Hins vegar  eru spurningar og svör fyrir þá sem eru hefja störf á vinnumarkaði og byrja að greiða í lífeyrissjóð, en samkvæmt lögum eiga allir vinnandi menn á aldrinum 16 til 70  ára að greiða iðgjald í lífeyrissjóð. Í þessum kafla er hægt að fræðast  um lífeyrisréttindi og um almennar ráðleggingar Landssamtaka lífeyrissjóða til nýrra sjóðfélaga.

Sjá vefinn www.gottadvita.is