Fundur í Listasafni Reykjavíkur í dag kl. 17

 Alþýðusamband Íslands stendur fyrir fjöldafundi í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu í dag kl. 17.

– Þolinmæðin er á þrotum, við þurfum lausnir núna
– Við höfnum pólitískum kattarþvotti
– Við krefjumst alvöru uppstokkunar í banka- og embættismannakerfinu
– Við viljum nýtt fólk, nýtt upphaf, nýtt Ísland

Ræðumenn eru Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, Sigurður Bessason, formaður Eflingar og Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Samiðnar.  Guitar Islandcio leikur í boði FÍH.

Félagar fjölmennum!