Samið við ríkið en viðræðum frestað við Reykjavíkurborg og sveitarfélögin

Samiðn hefur undirritað nýjan kjarasamning við ríkið sem gildir frá 1. júlí 2009 til 30 nóvember 2010 með endurskoðun 1. nóvember 2009.

 

Kjarasamningurinn ber sterk einkenni þess efnahagsumhverfis sem Íslendingar búa við í dag og stöðuleikasáttmálanum sem undirritaður var 25. júní s.l.

 

Megin breytingar  eru:

1.     1. júlí  2009 hækka öll laun sem eru grunnröðuð  í 21.  launaflokk og  neðar um einn launaflokk.

2.     1. nóvember 2009 hækka öll laun um einn launaflokk sem eru grunnröðuð í 22. launaflokk um einn launaflokk og verður  lágmarks  grunnröðuð iðnaðarmanns á fyrsta starfsári 23 launaflokkur.  Bil á milli launaflokka er í kringum 3%.

3.     1. júní 2010 kemur krónutöluhækkun á  launataxtana  sem er misjöfn  eftir mánaðarlaunum  fyrir dagvinnu og fjarar út eftir  því sem þau hækka þannig að laun yfir 310.000 kr. fá enga hækkun. Sjá meðfylgjandi töflu.

4.     Persónuuppbót hækkar 2009  úr 44.100 kr. í 45.600 kr. og 2010 í 46.800 kr.

5.     Orlofsuppbót verður 2010 25.800 kr. en var 2009 24.300.

 

Gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn  verði lokið fyrir 14. ágúst n.k. og niðurstaða verði  tilkynnt þann dag kl. 16.00. Viðhöfð verður póstatkvæðagreiðsla lokadagur til að setja atkvæði í póst  er 11. ágúst.

Sjá samninginn við ríkið.

Reykjavíkurborg, launanefnd sveitarfélaga og Samiðn hafa orðið ásátt um að fresta kjarasamningsviðræðum til annarrar viku ágústmánaðar.