Í aðdraganda endurnýjunar kjarasamninga hefur miðstjórn Samiðnar boðað til sambandsstjórnarfundar og kjaramálaráðstefnu dagana 14. og 15.október n.k.
Sambandsstjórnarfundurinn verður haldinn 14.október kl. 13 á Grand Hóteli í Reykjavík og verða skipulagsmál á dagskrá fundarins í samræmi við samþykkt þings Samiðnar s.l. vor (sjá hér).
Kjaramálaráðstefnan verður haldin15.október kl. 9 á sama stað og verður viðfangsefni ráðstefnunnar undirbúningur að endurnýjun kjarasamninga. Spurningar varðandi kjara- og réttindamál hafa verið sendar út til aðildarfélaganna til umfjöllunar og er mælst til þess að fulltrúar á ráðstefnunni hafi tekið afstöðu til þeirra fyrir fundinn og/eða annarra mála sem taka þarf upp í komandi viðræðum.