Undirbúningur hafinn fyrir þing Samiðnar og endurnýjun kjarasamninga

Framkvæmdastjórnin einsetti sér að nálgast viðfangsefnið með opnum hug en meðal þess sem rætt hefur verið eru forsendur aukinnar fjárfestingar í íbúðahúsnæði, tengsl aukins hagvaxtar, fjárfestingar og atvinnustigs, forsendur kaupmáttaraukningar m.t.t. verðs á innfluttum vörum og vörum framleiddum hér á landi, staða hins opinbera og vaxandi útgjaldaþrýstingur, lífeyriskerfið og samræming lífeyrisréttinda og síðast en ekki síst tímalengd kjarasamninga.  Af þessu má ljóst vera að verkefnið verður ærið fyrir þá 110 fulltrúa sem sitja Samiðnarþingið í maí en mestur tími þingsins fer í að vinna  hugmyndirnar áfram og móta þær til undirbúnings kröfugerðar í haust.