Sjöunda þing Samiðnar verður haldið dagana 3. og 4. maí n.k. á Grand hóteli við Sigtún. Auk hefðbundinna þingstarfa þar sem um 110 fulltrúar aðildarfélaga af landinu ölllu ræða það sem helst brennur á, fagnar Samiðn 20 ára afmæli en þann 3. maí 1993 sameinuðust Samband byggingamanna, Málm- og skipasmiðasamband Íslands auk Málarafélags Reykjavíkur undir merkjum Samiðnar. Í dag eru aðildarfélögin 12 talsins með á sjöunda þúsund félagsmanna í byggingagreinum, málmgreinum, bílgreinum, tækniteiknun, skipasmíðum, garðyrkju og hársnyrtigreinum.