Í atkvæðagreiðslu um kjarasamning Samiðnar við Reykjavíkurborg sem sem undirritaður var 7. mars s.l. samþykktu 84% samninginn en 16% höfnuðu honum. Kjörsókn var 57%.
Í atkvæðagreiðslu um kjarasamning Samiðnar við Strætó bs sem undirritaður var 12. mars s.l. samþykktu 53% samninginn er 47% höfnuðu honum. Kjörsókn var 94%.
Báðir kjarasamningarnir teljast því samþykktir.