Hagur iðnaðarmanna vænkast verulega

Árshækkun reglulegra launa var mest hjá iðnaðarmönnum á almennum vinnumarkaði í júní 2016 eða 15,6%.  Á sama tímabili hækkaði verslunarfólk um 10,1%, skrifstofufólk um 11,3%, verkafólk um 11,7% og sérfræðingar um 11,9%.  

Þetta má lesa úr upplýsingum Hagstofunnar um launaþróun í landinu, sem nú er birt í fyrsta sinn sundurliðuð á einstaka hópa vinnumarkaðarins á grundvelli mánaðar í stað ársfjórðungs.  

Sjá nánar.