Fjármálaráðuneytið hefur lagt blessun sína yfir sameiningu Sameinaða lífeyrissjóðsins og Stafa lífeyrissjóðs og mun hinn sameinaði sjóður, Birta lífeyrissjóður, hefja störf 1. desember nk. Ólafur Sigurðsson framkvæmdastjóri Stafa mun verða framkvæmdastjóri hins nýja sjóðs sem við sameininguna verður fjórði stærsti lífeyrissjóður landsins. Miðað er við að starfsemi sjóðsins verði fyrst um sinn í Sundagörðum 2 þar sem Sameinaði lífeyrissjóðurinn er til húsa.