Fimmtudaginn 28. febrúar var haldinn fyrsti samningafundurinn undir stjórn ríkissáttasemjara og fleiri fundir eru fyrirhugaðir næstu daga.
Gert er ráð fyrir að látið verði á það reyna hvort takist að ljúka viðræðunum með gerð nýs kjarasamnings. Á þessari stundu liggur ekkert fyrir hvort það muni takast, en það er skýr vilji hjá báðum aðilum að gera alvöru tilraun til að ná saman.