Kosningar um nýundirritaða kjarasamninga Samiðnar, fyrir hönd aðildarfélaga, við Samtök atvinnulífsins hefjast hjá flestum félögum í dag. Kosningarnar fara fram rafrænt á heimasíðum félaganna og á mínum síðum.
Kjarasamningar voru undirritaðir á mánudag, eftir stífa samningalotu. Þeir kveða meðal annars á um 6,75% hækkun launa og hækkun desember- og orlofsuppbóta. Samningarnir gilda til 31. janúar 2024.
Kosningarnar standa yfir í eina viku. Þeim lýkur miðvikudaginn 21. desember. Þann dag mun því liggja fyrir hvort þeir verða samþykktir.
Samiðn hvetur félagsmenn aðildarfélaga til að kynna sér samningana og taka þátt í atkvæðagreiðslu.