Í nýundirrituðum kjarasamningum Samiðnar við Samtök atvinnulífsins er kveðið á um 6,75% almenna hækkun launa. Taxtahækkanir launa eru þó í flestum tilvikum meiri. Þannig hækka allir sveinataxtar að lágmarki um 46.000 krónur sem skilar sér í hærri hlutfallshækkun. Þetta helgast meðal annars af starfsaldurstengdum hækkunum launa, sem teknar hafa verið inn í launatöflu á nýjan leik.
Þetta hefur í för með sér að hækkanirnar eru í mörgum tilvikum mun hærri en almennar hækkanir.
Hér fyrir neðan má sjá nokkur dæmi um taxtahækkanir og hversu mikið þeir hækka þá hlutfallslega. Fleiri dæmi um taxtahækkanir má sjá í skjali sem hægt er að sækja hér neðst í fréttinni.