Viðræðunefnd Samiðnar hitti fulltrúa Reykjavíkurborgar á samningafundi í morgun vegna endurnýjunar kjarasamnings Samiðnar sem framlengdur var s.l. vor til 1. september. Á fundinum voru málin rædd og ákveðið að hittast aftur n.k. mánudag þar sem kynnt verður fyrirhugað starfsmatskerfi Reykjavíkurborgar og röðun félagsmanna Samiðnar þar inn. Síðar verður tekin afstaða til þess hvort starfsmatskefið sé eitthvað sem henti félagsmönnum Samiðnar og verður afstaða til starfsmatskerfisins tekin í því ljósi.
Í dag var einnig undirritaður stofnanasamningur Samiðnar f.h. aðildarfélaga og Landgræðslu ríkisins.