Miðstjórn Samiðnar á Austurlandi

Miðstjórn Samiðnar mun halda næsta reglulega fund sinn á Egilsstöðum um helgina.  Miðstjórnin hefur haldið þeirri hefð að funda einu sinni á ári utan höfuðborgarsvæðisins og er nú ætlunin að heimsækja Austurland þar sem m.a. forsvarsmenn stéttar- og sveitarfélaga verða heimsóttir og virkjanasvæðið við Kárahnjúka skoðað.