Laugardaginn 28. ágúst s.l. var haldin útskrift af hálfu Trésmiðafélags Reykjavíkur og Meistarafélags Húsasmiða vegna sveinsprófa sem haldin voru í júní s.l. Alls luku 64 nemar sveinsprófi í húsasmíði. Af þeim tóku 38 próf í Reykjavík. Voru þeim afhent sveinsbréf sín í hófinu. Einnig luku tveir sveinsprófi í húsgagnasmíði. Var þeim einnig afhent sveinsbréf sín við sama tækifæri.