Desemberuppbót og hækkanir 1. jan. 2005

Desemberuppbót:
Desemberuppbótin í ár er kr. 38.500 og kr. 24.300 fyrir iðnnema. Starfsmenn sem hafa verið í fullu starfi allt árið hjá sama fyrirtæki og eru við störf hjá fyrirtækinu í síðustu viku nóvember eða í fyrstu viku desember skulu eigi síðar en 15. desember frá greidda desemberuppbót.  Starfsmenn í hlutastarfi sem uppfylla sömu skilyrði skulu fá greitt hlutfallslega.  Uppgjörstímabilið er almanaksárið, en fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur, eða meira, fyrir utan orlof.  Starfsmenn með skemmri starfstíma skulu fá greitt hlutfallslega miðað við starfstíma sinn.

Launahækkun:
Öll laun og kjaratengdir liðir hækka um 3% þann 1. janúar n.k.  

Hækkun mótframlags í lífeyrissjóð:
Mótframlag launagreiðenda í lífeyrissjóði hækkar í 7% þann 1. janúar n.k., jafnframt því sem 1% mótframlag í séreignarsjóð óháð framlagi launamanns fellur niður.