Samiðn, Starfsgreinasambandið og Rafiðnaðarsambandið undirrituðu í gær sáttmála við Bechtel vegna framkvæmda við Fjarðarálsverkefnið. Tilgangur sáttmálans er að stuðla að jákvæðu samstarfi á milli Bechtels og stéttarfélaganna. Aðilar skuldbinda sig til að skapa öruggt vinnuumhverfi og bjóða upp á tækifæri til þjálfunar og framþróunar í starfi, sem og stuðla að samvinnu og jákvæðum samskiptum á vinnustað í því markmiði að auka skilvirkni og framleiðni. Sáttmálinn gildir fyrir alla verktaka og starfsmenn þeirra sem koma inn á framkvæmdasvæði Fjarðaráls.
>>>sjá nánar