Stjórn Félags byggingamanna Eyjafirði opnaði nýverið heimasíðu undir slóðinni www.fbe.is Með heimasíðunni er ætlunin að hafa á einum stað gott aðgengi að upplýsingum fyrir félagsmenn og fyrirtæki og ekki síður auðvelda samskipti á milli skrifsofunnar og félagsmanna. Á síðunni er fréttavefur þar sem munu birtast fréttir frá starfi félagsins auk þess sem félagsmenn geta komið á framfæri fréttum og tekið þátt í umræðu um málefni félagsins svo og um þjóðmálin.