Kjarasamningar Samiðnar við Reykjavíkurborg og Vélamiðstöðina eh

Kjarasamningur Samiðnar við Reykjavíkurborg sem undirritaður var 1. desember s.l. var samþykktur í atkvæðagreiðslu sem fram fór í dag.  Á kjörskrá voru 59 og greiddu 51 atkvæði eða 86%.  Já sögðu 31 eða 61% og nei sögðu 20 eða 39%.  Samningurinn telst því samþykktur.

>>>sjá samninginn

Kjarasamningur Samiðnar við Vélamiðstöðina ehf sem undirritaður var 1. desember s.l. var einnig samþykktur í atkvæðagreiðslu sem fram fór í dag.  Á kjörskrá voru 12 og greiddu 11 atkvæði eða 92%.  Já sögðu 9 eða 82%, nei sögðu 2 eða 18%.  Samningurinn telst því samþykktur.