Samiðn mun standa fyrir námskeiði um stöðu starfsfólks starfsmannaleiga föstudaginn 14. janúar n.k. frá kl. 9 til 12 í Borgartúni 30. Námskeiðið er ætlað forsvarsmönnum, trúnaðarmönnum og starfsfólki aðildarfélaga Samiðnar og verða leiðbeinendur lögmenn ASÍ og Samiðnar. Skráning á námskeiðið er í síma 535 6000 eða með tölvupósti í thskrif@dev.samidn.is