Frá 1.júní 2008 greiða fyrirtæki í þeim greinum sem falla undir samninginn sameiginlegt símenntunargjald sem nemur a.m.k. 0,4% af heildarlaunum starfsmanna. Sérstakt framlag starfsmanns fellur niður frá sama tíma og telst það vera hluti af kostnaði við samning þennan og kemur í stað fyrirkomulags þar sem hlutur fyrirtækis var 3/4 af núverandi símenntunargjaldi og starfsmanns 1/4. Gjaldið getur tekið breytingum á samningstímanum með samkomulagi Samiðnar og Samtaka iðnaðarins.
Símenntunargjald í bílgreinum verður 0,7% frá sama tíma.
Eldra ákvæði frá 26.apríl 2004
Málmiðnaður
Endurmenntunargjald atvinnurekenda í málmiðnaði er mánaðarlega kr. 1.050
Endurmenntunargjald launamanns er mánaðarlega kr. 250 (innifalið í félagsgjaldi)
Bílgreinar
Fagmenntunargjald atvinnurekenda í bílgreinum er mánaðarlega 0,55%
Byggingagreinar
Símenntagjald atvinnurekenda í byggingariðnaði er mánaðarlega kr. 940
Símenntagjald launamanns er mánaðarlega kr. 274