Samstarfsnefndir

11.1  Samstarfsnefnd

Samningsaðilar skulu hvor um sig tilnefna 2 menn og 2 til vara í samstarfsnefnd sem hafi það hlutverk að koma á sáttum í ágreiningsmálum sem rísa kunna út af samningi þessum.

Hvor aðili um sig getur skotið ágreiningsefnum til nefndarinnar og kallað hana til starfa.

11.2  Starfsmatsnefnd

Starfsmatsnefnd er skipuð annars vegar þremur fulltrúum stéttarfélaga sem samið hafa um starfsmatskerfið SAMSTARF, þ.e. fulltrúum Samiðnar – sambands iðnfélaga, Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og Eflingar – stéttarfélags og hins vegar þremur fulltrúum Reykjavíkurborgar. Starfsmatsnefndin hefur það hlutverk að aðlaga starfsmatskerfið, hafa umsjón með framkvæmd þess og fjalla um ágreiningsmál sem upp kunna að koma. Starfsmatsnefnd fjallar um mat á nýjum störfum, endurmat á störfum og áfrýjanir á fyrri röðun eftir reglum sem hún setur á grundvelli SAMSTARFS.

Með ofangreindri samningsgrein skuldbinda samningsaðilar sig til að leita til þessarar starfsmatsnefndar um mat á störfum hjá Vélamiðstöð ehf. og lúta því jafnframt að starfsmat sé framkvæmt með sama hætti og ráð er gert fyrir í kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Samiðnar – sambands iðnfélaga dags. 29. desember 2004.