Það er sameiginlegt markmið aðila að færa starfsumhverfi félagsmanna Samiðnar – sambands iðnfélaga nær því sem gildir um aðra starfsmenn Reykjavíkurborgar. Því hafa aðilar komist að samkomulagi um eftirfarandi:
Ákvæði 3. kafla laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna skulu gilda um ákvörðun og framkvæmd verkfalls félagsmanna Samiðnar – sambands iðnfélaga frá og með gildistöku þessa samnings.
Reykjavík, 29. desember 2004
F.h. Samninganefndar Reykjavíkurborgar F.h. Samiðnar-sambands iðnfélaga
með fyrirvara um samþykki borgarráðs með fyrirvara um samþykki félagsmanna