Uppsagnarfrestur

17.1            Uppsagnarfrestur á ótímabundnum ráðningarsamningi

17.1.1        
Uppsögn á reynslutíma

Gagnkvæmur uppsagnarfrestur á reynslutíma (sem er þrír mánuðir nema annað sé ákveðið í viðkomandi ráðningarsamningi) er einn mánuður.

17.1.2        
Uppsögn að loknum reynslutíma

Gagnkvæmur uppsagnarfrestur að loknum reynslutíma er 3 mánuðir.

17.1.3        
Uppsagnarfrestur eftir tíu ára samfellt starf

Sé starfsmanni sagt upp, eftir a.m.k. 10 ára samfellt starf hjá sömu stofnun, er uppsagnarfrestur sem hér segir:

1.      4 mánuðir ef starfsmaður er orðinn 55 ára

2.      5 mánuðir ef hann er orðin 60 ára

3.      6 mánuðir þegar hann er orðinn 63 ára

Starfsmaður getur hins vegar sagt upp starfi sínu með þriggja mánaða fyrirvara.

17.2            Uppsagnarfrestur tímavinnumanna og tímabundið ráðinna

17.2.1        
Tímabundin ráðning fellur úr gildi án uppsagnar við lok samningstíma

Ráðning starfsmanns, sem ráðinn er tímabundið, fellur úr gildi við lok samningstíma án uppsagnar. Ef annar hvor aðila vill slíta ráðningarsambandinu fyrr gilda eftirfarandi ákvæði.

17.2.2        
Uppsagnarfrestur á fyrstu þremur mánuðum

Gagnkvæmur uppsagnarfrestur í reglubundnu starfi á fyrstu 3 mánuðum starfstímans skal vera ein vika miðað við vikuskipti. Vikuskipti miðast við föstudag.

17.2.3        
Uppsagnarfrestur eftir 3 mánuði

Eftir þriggja mánaða samfellt starf skal gagnkvæmur uppsagnarfrestur vera einn mánuður.

17.3            Uppsagnarfrestur óreglubundið ráðinna

17.3.1        
Starfsmenn sem ráðnir eru óreglubundið um lengri eða skemmri tíma, hafa ekki sérstakan uppsagnarfrest á fyrsta mánuði en eina viku þaðan í frá.

17.4            Form uppsagnar

17.4.1        
Uppsögn skal vera skrifleg og miðast við mánaðamót nema gagnkvæmur uppsagnarfrestur sé minni en 1 mánuður. Sé svo, skal uppsögn miðast við vikuskipti.