Orlof

Orlofsréttur samkvæmt kjarasamningum Samiðnar við Samtök atvinnulífsins (SA), Bílgreinasambandið (BGS), Meistarasamband byggingamanna (MB)  og Samband garðyrkjubænda (SG):

Málmgreinar og sérhæfðir starfsmenn (SA):

 24 dagar  10,17%  
 25 dagar  10,64%  eftir 5 ár í sömu starfsgrein
 27 dagar  11,59%  eftir 10 ár í sömu starfsgreina
 28 dagar  12,07%

 eftir 5 ár hjá sama fyrirtæki

 30 dagar  13,04%  eftir 10 ár hjá sama fyrirtæki

Byggingagreinar/Garðyrkja (SA og SG):
 24 dagar  10,17%  
 28 dagar  12,07%  eftir 5 ár í sömu starfsgrein
 29 dagar  12,55%  eftir 5 ár hjá sama fyrirtæki
 30 dagar  13,04%

 eftir 10 ár hjá sama fyrirtæki


Byggingagreinar (MB):
 24 dagar  10,17%  
 28 dagar  12,07%  eftir 5 ár í sömu starfsgrein
 29 dagar  12,55%  eftir 5 ár hjá sama fyrirtæki
 30 dagar  13,04%

 eftir 10 ár í sömu starfsgrein 


Bílgreinar (BGS):
 24 dagar  10,17%  
 28 dagar  12,07%  eftir 5 ár í sömu starfsgrein
 29 dagar  12,55%  eftir 5 ár hjá sama fyrirtæki
 30 dagar  13,04%

 eftir 10 ár hjá sama fyrirtæki


4.1.       Orlofslaun, orlofsfé, taka orlofs

4.1.1.            
Um orlof skal fara að lögum nr. 30/1987. Þar er gert ráð fyrir því að orlofi af öllum tekjum megi breyta í orlofstíma. Þá er miðað við að orlof skuli greiða af öllum tekjum og hlunnindum að kostnaðarliðum undanskildum.

4.1.2.            
Lágmarksorlof skal vera 24 dagar. Orlofslaun skulu vera 10,17% af öllu kaupi að kostnaðarliðum undanskildum.

4.1.3.            
Laugardagar, sunnudagar og helgidagar teljast ekki orlofsdagar.

4.1.4.            
Ljúki ráðningarsamningi starfsmanns og atvinnurekanda skal hann, atvinnurekandinn, greiða starfsmanninum öll áunnin orlofslaun hans.

4.1.5.            
Stéttarfélagi og atvinnurekanda er heimilt að gera með sér sam­komulag um reglulegar greiðslur inn á sérstakan banka­reikn­ing á nafni starfsmanns.

4.2.       Veikindi í orlofi

Veikist starfsmaður í orlofi innanlands það alvarlega að hann geti ekki notið orlofsins skal hann á fyrsta degi tilkynna það atvinnurekanda t.d. með símskeyti. Fram skal koma hjá hvaða lækni hann hyggst fá læknisvottorð.

Sama gildir ef starfsmaður veikist í landi innan EES svæðisins, Sviss, Bandaríkjunum eða Kanada það alvarlega að það leiði til sjúkrahúsvistar.

Fullnægi starfsmaðurinn tilkynningarskyldunni og standi veik­ind­in lengur en í 3 sólarhringa innanlands eða 6 sólarhringa innan EES svæðisins Sviss, Bandaríkjunum eða Kanada, á hann rétt á uppbótarorlofi jafnlangan tíma og veikindin sannanlega vöruðu. Undir framangreindum kringumstæðum skal starfsmaður ávallt færa sönnur á veikindi sín með læknisvottorði.

Fyrirtæki á rétt á að láta lækni vitja starfsmanns er veikst hefur í orlofi. Uppbótarorlof skal veitt á tímabilinu 2. maí til 15. september eftir því sem kostur er, nema sérstaklega standi á.

4.3.       Orlofsauki

4.3.1.             Málmiðnaðarmenn

4.3.1.1.         
Starfsmaður, sem unnið hefur 5 ár í sömu starfsgrein á rétt á orlofi í 25 virka daga og orlofs­launum sem nema 10,64%.

Starfsmaður, sem unnið hefur 10 ár í sömu starfsgrein á rétt á 27 virkum dögum og 11,59% orlofs­launum.

Starfsmaður sem unnið hefur 5 ár í sama fyrirtæki á rétt á 28 virkum dögum og 12,07% orlofslaunum.

Starfsmaður sem unnið hefur 10 ár í sama fyrirtæki á rétt á 29 virkum dögum og 12,55% orlofslaunum.

Á orlofsárinu sem hefst 1.mai 2009 breytast 29 dagar í 30 daga og orlofsprósentan í 13,04%.

4.3.1.2.         
Starfsmaður sem öðlast hefur aukinn orlofsrétt vegna starfs hjá sama atvinnurekanda fær hann að nýju eftir þrjú ár hjá nýjum vinnuveitanda, enda hafi rétturinn verið sannreyndur við ráðningu.

Starfsmaður sem öðlast hefur 27 daga orlofsrétt eftir 5 ára starf hjá fyrri atvinnurekanda fær hann að nýju eftir þrjú ár hjá nýjum vinnuveitanda, enda hafi rétturinn verið staðreyndur.

4.3.1.3.         
Námstími iðnnema í fyrirtæki telst til vinnu í starfsgrein eða til vinnu innan sama fyrirtækis.

4.3.1.4.         
Veita ber a.m.k. 20 virka daga, á tímabilinu 2. maí til 15. september. Orlof umfram það má veita utan þessa tímabils og ákvarðast með minnst eins mánaðar fyrirvara.

Þeir sem samkvæmt ósk atvinnurekanda fá ekki 20 orlofsdaga á sumarorlofstímabili eiga rétt á 25% álagi á það sem vantar á 20 dagana.

4.3.2.             Byggingamenn

4.3.2.1.         
Þeir sem starfað hafa lengur en 5 ár í iðn sinni skulu fá þrjá daga til viðbótar, í heild 28 daga, og hafa orlofsprósentu sem er 12,07%.

Starfsmaður sem unnið hefur 5 ár í sama fyrirtæki á rétt á 29 virkum dögum og 12,55% orlofslaunum.

Starfsmaður sem unnið hefur samfellt í 10 ár í sama fyrirtæki á rétt á 30 virkum dögum og 13,04% orlofslaunum.

4.3.2.2.         
Starfsmaður sem öðlast hefur aukinn orlofsrétt vegna starfs hjá sama atvinnurekanda fær hann að nýju eftir þrjú ár hjá nýjum vinnuveitanda, enda hafi rétturinn verið sannreyndur.

4.3.2.3.         
Námstími iðnnema í fyrirtæki telst til vinnu í starfsgrein eða til vinnu innan sama fyrirtækis.

4.3.2.4.         
Veita ber a.m.k. 20 virka daga á tímabilinu 2. maí til 15. september. Orlof umfram það má veita utan þessa tímabils og ákvarðast með minnst eins mánaðar fyrirvara.

Þeir sem samkvæmt ósk atvinnurekanda fá ekki 20 orlofsdag á sumarorlofstímabili eiga rétt á 25% álagi á það sem vantar á 20 daga.

4.4.       Dæmi um útreikning orlofslauna

 Eftirtaldir þættir verða að vera kunnir:

A.       Dagvinnutekjur án verkfæra og fatagjalds

B.       Yfirvinnutekjur án verkfæra og fatagjalds

C.      Bónustekjur án verkfæra og fatagjalds

D.      Aðrar tekjur án verkfæra og fatagjalds

E.       Orlofsprósenta

F.       Dagvinnukaup

Út frá þessum upplýsingum um tekjur er reiknað út hvað viðkomandi hefur unnið sér inn marga dagvinnutíma í orlofs­laun:

((A + B + C + D) * E/100) /F = Orlofstímar.

Þegar kemur að greiðslu orlofsins er upphæð orlofslaunanna fundin með því að margfalda saman orlofstímana, sem starfs­maðurinn hefur unnið sér inn, með dagvinnukaupinu sem gildir þegar viðkomandi fer í orlof sitt.