1. Verkfæri
1.1
Blikksmiðir leggja sér til verkfærakistur og verkfæri í samræmi við meðfylgjandi verkfæralista, dags. 03.05.1995.
Verkfæraskápar inni á verkstæði eru í eigu blikksmiðjunnar en verkfæri og verkfærakistur eign blikksmiða.
1.2
Blikksmiðir bera ábyrgð á verkfærum sínum og annast umhirðu þeirra og endurnýjun á sinn kostnað. Blikksmiðum er skylt að endurnýja strax verkfæri ef þau ganga úr sér, týnast eða eyðileggjast. Verði á því misbrestur er smiðjunni heimilt að afhenda viðkomandi starfsmanni umrædd verkfæri og draga andvirði þeirra af launum hans.
1.3
Blikksmiðjan leggur til í fyrstu verkfæri og verkfærakistur en dregur andvirði þeirra frá verkfæragjaldi sem nemur 50% af því þar til skuld (sbr.1.2) hefur verið greidd að fullu.
1.4
Blikksmiðjan tryggir að aðrir starfsmenn, sem þessi samningur nær ekki til, hafi aðgang að handverkfærum sem þeir þurfa að nota.
2. Starfssvæði
2.1
Á starfssvæði félaga í Félagi blikksmiða, sem samningur þessi tekur til, skulu starfsmenn mæta til vinnu (þ.e. á viðkomandi verkstæði) og fara frá vinnu í eigin tíma. Starfsmenn skulu fluttir að og frá vinnustað (verkstæði) í vinnutíma, vinni þeir utan vinnustöðvar(verkstæði). Heimilt er starfsmönnum og verkstæði að semja um að mætt skuli á tilteknu vinnusvæði utan verkstæðis og hefja og ljúka starfsdegi þar.
2.2
Höfuðborgarsvæðið verður með þessu samkomulagi eitt starfssvæði með eftirtöldum sveitafélögum: Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Garðabæ, Hafnarfirði að Hamranesi, Bessastaðahreppi, og Mosfellsbæ að Leirvogsá.
Þegar unnið er utan ofangreinds svæðis, skulu starfsmenn hafa frítt fæði, enda sé þeim ekki ekið heim til matar eða að mötuneyti viðkomandi vinnustöðvar.
Samningsaðilar eru sammála um að hugtakið „frítt fæði“ í þessum samningi sé kaffi og meðlæti í kaffitímum og heit máltíð á matmálstímum.
3. Greiðslur
3.1
Til að mæta þeim útgjöldum sem starfsmenn verða fyrir vegna ofangreindra ákvæða, greiðist verkfæra og svæðisgjald kr. 68,36 (frá 1. júlí 2004) fyrir hverja unna klukkustund. Gjaldið tekur þeim breytingum sem verða á byggingarvísitölu á hálfs árs fresti, 1. júlí og 1. janúar ár hvert.
Samningur þessi tekur gildi frá undirskriftardegi og er uppsegjanlegur með þriggja mánaða fyrirvara af beggja hálfu.
Reykjavík 03.05. 1995
HANDVERKFÆRI BLIKKSMIÐS
Fylgiskjal með samningi um verkfæri og starfssvæði
03.05.1995
Undir liðum 101-160 eru talin öll nauðsynleg handverkfæri sem blikksmiðir nota við störf sín og er skylt að hafa til taks.
101. Borvél 102. Blikkskæri hægri
103. Blikkskæri vinstri 104. Krummaskæri hægri
105. Krummaskæri vinstri 106. Klaufhamar
107. Vinkill 108. Sirkill 35sm
109. Sirkill 25sm 110. Sirkill 20sm
111. Hamar 500gr. 112. Hamar 300gr.
113. Hamar 200gr. 114. Skrúfjárn nr. 6
115. Skrúfjárn nr. 4 116. Skrúfjárn nr. 3
117. Skrúfjárn nr. 4 kubb 118. Skrúfjárn nr. 6 stjörnu
119. Skrúfjárn nr. 3 stjörnu 120. Skrúfjárn nr. 4 stjörnu-kubb
121. Þjöl flöt 122. Þjöl hálfrún
123. Þjöl rún 124. Meitill
125. Kjörnari 126. Sjálfhelda stór
127. Sjálfhelda lítil 128. Sjálfhelda breiðkjafta
129. Sjálfhelda klótöng 130. Sjálfhelda smá
131. Naglbítur 132. Flatkjafta
133. Nippiltöng 134. Krumputöng
135. Viðhald 136. Draghnoðstöng
137. Handlokkur 138. Járnsagabogi
139. Sagablaðahaldari 140. Sniðmát
141. Riss 142. Plastkjulla
143. Stjörnulyklasett 8-19mm 144. Topplyklasett 8-19mm
145. Skiptilykill 8″ 146. Skiptilykill 5″
147. Hornamát 148. Málband 3-5 m
149. Sexkantsett 150. Rennimát
151. Hallamál 152. Skrúfjárnstoppar
153. Tússpenni 154. Málstokkur
155. Framlengingarsnúra 15-20 m 156. Kúlupenni
157. Kíttisgrind 158. Hleðsluborvél
159. Verkfærakista 160. Aukarafhlaða