Flokksstjórar

13.1.             Flokksstjórar og verkstæðisformenn

13.1.1.         
Sveini sem falin er flokksstjórn, verkstæðisformennska eða umsjón verka, en gengur jafnframt til almennra starfa iðnaðarmanna, skal greitt sérstaklega fyrir stjórnunarlega ábyrgð. Álag skal vera umsamið milli aðila, allt eftir eðli og umfangi starfsins ásamt ábyrgð sem því fylgir.

13.1.2.         
Með flokksstjórn er í þessu sambandi einnig átt við tímabundna stjórn á vinnuflokk samkvæmt sérstökum fyrirmælum atvinnurekanda og greiðist þá álagið þann tíma.