Bókanir

Bókun I

Samningsaðilar eru sammála um þann skilning að ákvæði kafla 6.2 í greinum 6.2.1, 6.2.2 og 6.2.3 um að laun greiðist þó ekki lengur en ráðningu er ætlað að standa eigi ekki við þegar um vinnuslys eða atvinnusjúkdóm er að ræða.

Bókun II

Samningsaðilar eru sammála um að taka upp kerfisbundið starfsmat vegna þeirra starfa sem samningur þessi tekur til. Stefnt er að því að slíkt starfsmat og launagreiðslur samkvæmt því taki gildi 1. des. 2002. Gert er ráð fyrir að starfsmat geti leitt til 2% – 4% launabreytinga.

Samstarfsnefnd aðila fær það verkefni að stýra þessu verkefni, þ.á.m. að velja starfsmatskerfi, en gert er ráð fyrir við undirritun þessa samnings að s.k. breska kerfi verði grundvöllur þess starfsmatskerfis sem upp kann að verða tekið.

Verði ekki af því að starfmatskerfið verði tekið í notkun mun samstarfsnefnd taka til skoðunar  frekari viðbrögð varðandi launabreytingar 1. janúar 2003.

Við þessa kerfisbreytingu skal tryggt að enginn starfsmaður lækki í launum.