7.1. Um öryggismál.
7.1.1.
Viðkomandi stofnun sér um, að öryggisbúnaður sé ávallt eins fullkominn og frekast er kostur og að fyllsta öryggis sé gætt, og að lög og reglugerðir um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.
Starfsmönnum ber að fara eftir þeim reglum, sem settar eru í því skyni.
Starfsmönnum skal lagður til þeim að kostnaðarlausu sá hlífðarbúnaður, sem krafist er skv. öryggisreglum, enda er starfsmönnum skylt að nota hann.
7.2. Um vinnuföt.
7.2.1.
Þar sem sérstök hlífðarföt eru nauðsynleg, t.d. vinnusloppar, vinnugalli eða slíkur fatnaður, skal hann lagður til að kostnaðarlausu.
Sama gildir um hlífðarföt vegna óþrifalegra starfa og við störf, sem hefur óvenjulegt fataslit í för með sér (regnfatnaður, stígvél, vinnuvettlingar).
Fatnaður sem lagður er til af sveitarfélagi er eign hans og skal vera skilmerkilega merktur.
Hlífðarfatnaður skal skilinn eftir á vinnustað og er starfsmönnum óheimil notkun hans utan vinnutíma.
7.3. Um verkfæri.
7.3.1.
Starfsmönnum skulu lögð til verkfæri og vinnutæki þeim að kostnaðarlausu. Viðkomandi stofnun sér um að þau séu í góðu lagi, þannig að þau valdi ekki slysahættu.
7.4. Aðbúnaður á vinnustað.
7.4.1.
Hreinlætisbúnaður allur skal á hverjum tíma vera fullnægjandi að dómi heilbrigðiseftirlitsins og Vinnueftirlits ríkisins.
7.5. Hjúkrunargögn.
7.5.1.
Algengustu lyf og sjúkragögn skulu vera til staðar á vinnustað til nota við fyrstu aðgerð í slysatilfellum. Lyf og sjúkragögn skulu vera í vörslu og á ábyrgð verkstjóra og trúnaðarmanns.