10.1.1
Starfsmenn sem vinna samkvæmt samningi þessum skulu vera aðilar að lífeyrissjóði viðkomandi aðildarfélags Samiðnar.
10.1.2
Starfsmaður greiðir 5% iðgjald af heildarlaunum til lífeyrissjóðs og launagreiðandi með sama hætti 10,5% mótframlag
10.1.3
Starfsmanni er heimilt að greiða hærra iðgjald en að ofan greinir til viðbótarlífeyrissparnaðar, en ekki kemur til aukið mótframlag launagreiðanda vegna þess sparnaðar.
10.1.4
Ákvæði til bráðabirgða.
Iðgjaldagreiðslum samkvæmt grein 10.1.2 skal náð í neðangreindum áföngum: Frá 1. mars 2002 skal framlag starfsmanns til lífeyrissjóðs vera 6% af heildarlaunum á mánuði og mótframlag launagreiðanda 8% af sama stofni og gildir þessi breyting frá og með nóvemberlaunum. Þann 1. janúar 2004 hækkar framlag launagreiðanda í 9% en framlag starfsmanns helst óbreytt. Þann 1. janúar 2005 lækkar framlag starfsmanns í 5% en framlag launagreiðanda hækkar í 10,5%.
Fram til 1. mars 2002 skal lífeyrissjóðsaðild og iðgjaldagreiðslur gagnvart þeim starfsmönnum sem undir samning þennan heyra vera með óbreyttum hætti.
10.2. Orlofsheimilasjóðs- og styrktarsjóðsgjald.
10.2.1.
Til orlofsheimilasjóðs viðkomandi aðildarfélags Samiðnar og styrktarsjóðs viðkomandi aðildarfélags Samiðnar greiðir vinnuveitandi 1,25% af öllum launum.
10.3 Greiðsla í fræðslusjóð
10.3.1
Vinnuveitandi greiðir sérstakt gjald er nemur 0,35% af heildarlaunum starfsmanns til Fræðsluráðs málmiðnaðarins, Menntafélags byggingariðnaðarins, Fræðslumiðstöðvar bílgreina og Fræðslusjóð garðyrkjumanna, allt eftir eðli starfa viðkomandi starfsmanns
10.4. Félagsgjöld.
10.4.1.
Launagreiðandi tekur að sér innheimtu árgjalda eða hluta árgjalda aðal- og aukafélaga viðkomandi aðildarfélags Samiðnar af ógreiddum en kræfum vinnulaunum félagsmanna og annast skil gjaldanna til félaganna mánaðarlega. Viðkomandi félag leggi fram fullnægjandi skrá yfir félagsmenn sína og gjöld sem taka skal af þeim.