8.1. Ráðningarsamningur.
8.1.1
Ætíð skal gera skriflegan ráðningarsamning við starfsmann, sbr. samning aðila um ráðningarsamninga og tilskipun 91/533/EBE
8.2. Starfslok.
8.2.1
Gagnkvæmur uppsagnarfrestur er þrír mánuðir. Á fyrstu þremur mánuðum, sem er reynslutími, er hann þó einn mánuður.
8.2.2
Sé starfsmanni sagt upp, eftir a.m.k. 10 ára samfellt starf hjá sama fyrirtæki, er uppsagnafrestur 4 mánuðir ef starfsmaður er orðinn 55 ára, 5 mánuðir ef hann er orðinn 60 ára og 6 mánuðir þegar hann er orðin 63 ára. Starfsmaður getur hins vegar sagt upp starfi sínu með 3 mánaða fyrirvara.