Samningsaðilar eru sammála um að setja á fót starfshóp skipaðan tveimur fulltrúum frá hvorum samningsaðila. Hlutverk hópsins skal vera að meta þörf fyrir endurmenntun starfsfólks í háriðn og forsendur samstarfs aðila. Komist starfshópurinn að sameiginlegri niðurstöðu um endurmenntunargjald skal það taka til greinarinnar allrar og vera hluti kjarasamnings aðila.