Verkfæri og vinnuföt

9.1.       Áhöld og verkfæri

Áhöld skulu meistarar leggja til. Sveinar skulu þrífa þau verk­færi, sem þeir nota á stofunni og skal það gert í dag­vinnutíma, ella greiðist yfirvinna.

9.2        Vinnufatnaður

9.2.1.             Meistara er skylt að sjá sveinum fyrir vinnufatnaði. Heimilt er að gera sérstakt samkomulag um greiðslu fatapeninga og ber þá almennt að miða við kr. 1.850 á mánuði.

 Fatagjald skv. 1. mgr. er innifalið í lágmarkslaunum skv. samningi þessum.[1]

9.3.       Tjón á fatnaði og munum

Verði sveinn sannanlega fyrir tjóni á algengum nauðsynlegum fatnaði og munum við vinnu, svo sem úrum, gleraugum o.s.frv. skal það bætt skv. mati.

Slíkt tjón verður einungis bætt, ef það verður vegna óhapps á vinnustað. Eigi skal bæta slíkt tjón, ef það verður vegna gá­leysis eða hirðuleysis sveins.


[1] Laun með fatagjaldi skulu að lágmarki taka 3,25% hækkun við gildistöku   samnings þessa.