Áhöld skulu meistarar leggja til. Sveinar skulu þrífa þau verkfæri, sem þeir nota á stofunni og skal það gert í dagvinnutíma, ella greiðist yfirvinna.
9.2.1. Meistara er skylt að sjá sveinum fyrir vinnufatnaði. Heimilt er að
Fatagjald skv. 1. mgr. er innifalið í lágmarkslaunum skv. samningi þessum.[1]
Verði sveinn sannanlega fyrir tjóni á algengum nauðsynlegum fatnaði og munum við vinnu, svo sem úrum, gleraugum o.s.frv. skal það bætt skv. mati.
Slíkt tjón verður einungis bætt, ef það verður vegna óhapps á vinnustað. Eigi skal bæta slíkt tjón, ef það verður vegna gáleysis eða hirðuleysis sveins.
[1] Laun með fatagjaldi skulu að lágmarki taka 3,25% hækkun við gildistöku samnings þessa.