23.1. Verktakar Landsvirkjunar, sem hafa erlenda starfsmenn í vinnu, skulu fella þessa starfsmenn inn í gildandi launakerfi samningsaðila, sbr. þó gr. 20.4. og 20.5.
23.2. Upplýsingar
Um rétt yfirtrúnaðarmanns til aðgangs að upplýsingum um laun og önnur starfskjör fer samkvæmt samkomulagi ASÍ og SA um útlendinga á íslenskum vinnumarkaði dags. 7. mars 2004. Áður en ágreiningsmálum er vísað til samráðsnefndar samkvæmt samkomulaginu skal því fyrst vísað til umfjöllunar í fastanefnd samkvæmt samningi þessum.