19.1. Starfsmenn við jarðgangagerð taka laun skv. ákvæðum 1. kafla.
19.2. Eftirtalin störf starfsmanna við jarðgangagerð greiðast með 30% álagi. Tilskilið er, að verktaki ákveði mannafla, að starfsmenn gangi jöfnum höndum til allra tilfallandi starfa og að neysluhlé verði sveigjanleg og miðist eftir því sem unnt er við eðlileg hlé í vinnslunni og tekin nærri vinnustað.
Bormenn (borstjóri, bormaður I, bormaður II)
– Aðrir fastamenn í vinnsluhóp við jarðgangagerð (aftan við stafn) sem ganga jafnt til allra starfa í borflokknum.
19.3. Vinnutími við jarðgangagerð verður í samræmi við ákvæði í öðrum kafla. Gildir þetta jafnt um erlenda sem innlenda starfsmenn. Frávik frá þessu eru heimil að fengnu samþykki fastanefndarinnar.
19.4. Um afkastahvetjandi launakerfi semji launþegar við verktaka á sama hátt og gildir um aðra ákvæðisvinnu, sbr. grein 14.1.
19.5. Við vinnu í neðanjarðarvirki skal farið eftir íslenskum reglum varðandi öryggi á vinnustað. Vísað er sérstaklega til „Leiðbeiningar um öryggisráðstafanir við jarðgangagerð og aðra jarðgangavinnu“ frá Vinnueftirliti ríkisins, svo og til væntanlegrar reglugerðar sömu stofnunar um meðferð og geymslu sprengiefnis.
19.6. Samningaákvæði varðandi jarðgangagerð skulu samræmd á reglulegum fundum fastanefndarinnar, þar á meðal fyrirkomulag neysluhléa þegar reynsla er fengin af vinnufyrirkomulaginu og verkinu.