Einnig er allt opið um önnur verkefni sem hugsanlega mætti taka fyrir, til dæmis að móta tillögur í þeim málum sem snúa að ungu fólki. Samiðn á aðild að erlendum samtökum sem standa fyrir fjölbreyttu starfi fyrir ungt fólk. Um er að ræða norræn, evrópsk og alþjóðleg samtök og hefur sambandið áhuga á að efla það starf með aukinni þátttöku yngri félagsmanna. Full ástæða er til að hvetja unga iðnaðarmenn innan Samiðnar að láta vita af sér ef þeir hafa áhuga á að vera með. Nú er tækifæri til að leggja línurnar í starfinu strax í upphafi.