Þetta segir
– Satt best að segja er mér verulega brugðið eftir að hafa fylgst með andrúmsloftinu við Kárahnjúka undanfarna daga og vikur. Ekki nóg með að hinn ítalski verktaki leiti allra leiða til að lágmarka launakostnað sinn og annan kostnað vegna starfsmannahalds heldur hefur undirbúningur þessara framkvæmda af hálfu íslenskra stjórnvalda og Landsvirkjunar verið þeim álitshnekkir. Maður hlýtur að spyrja sig hvers vegna ekki var búið að koma upp þokkalegum starfsmannabúðum fyrir sporgönguliðið, meðal annars fyrir þá sem eru að setja upp varanlegu búðirnar. Hvers vegna var ekki búið að finna almennilegt neysluvatn fyrir hið væntanlega 800–1000 manna þorp sem þarna er að rísa. Menn standa ennþá frammi fyrir því að skólpmál staðarins eru í ólestri. Það er ekki forsvaranlegt að stefna öllu þessi fólki upp á hálendið og vera ekki búinn að undirbúa það betur. Nú þurfa menn að bretta upp ermarnar og fara í að sinna sínum skyldum.
– Nú ríður á að opinberir aðilar komi að málum með meiri krafti svo að almennilegt skikk verði komið á hlutina áður en vetur skellur á, segir
Peninga vantar
– Stjórnvöld hafa ekkert aukið við fjármagn til þeirra stofnana sem þurfa að fylgjast með til að tryggja að farið sé að íslenskum lögum og reglum, segir
– Því miður er það svo að ítalska verktakafyrirtækið Impregilo, sem hreppti þetta mikla verk með undarlega lágu tilboði, hefur að því er virðist ekki haft fyrir því að kynna sér nægilega vel það starfsumhverfi sem ríkir á Íslandi. Við höfum vanist því að erlendir verktakar sem bjóða hér í verk geri það í samvinnu við íslensk fyrirtæki, ekki síst til að tryggja að til staðar sé þekking á þeim aðstæðum sem unnið er við. Það eru skýr ákvæði í útboðsgögnum um að verktakinn kynni sér aðstæður á íslenskum vinnumarkaði og þekki þær reglur sem gilda um svona framkvæmdir hér á landi.
– Það lítur út fyrir að Impregilo-menn taki þetta ákvæði ekki alvarlega. Það er breið gjá milli Ítalanna og íslensks veruleika. Þeir eru greinilega vanir því að komast upp með ýmislegt þar sem þeir hafa starfað áður, segir
– Í virkjanasamningnum er kveðið skýrt á um hver skuli vera lágmarkslaun þeirra sem vinna við framkvæmdina. Þar eru einnig ýmis ákvæði sem lúta að aðbúnaði starfsfólks og vinnutíma. Það hefur því miður komið á daginn að hinir ítölsku verktakar hafa reynt að sniðganga samninginn á ýmsan hátt, bæði við beinar launagreiðslur og aðbúnað starfmanna, sem hefur ekki verið viðunandi. Það sem er alvarlegast í þessu að mínu mati fyrir okkur Íslendinga, segir
Óttast brottrekstur
Portúgölsku verkamennirnir hafa verið afar tregir til að gera grein fyrir sínum launamálum af ótta við að verða reknir. Það hefur raunar borið talsvert á því að starfsmenn hafi verið reknir af minnsta tilefni úr vinnu hjá Impregilo. Fyrir hina erlendu starfsmenn er það alvarlegt mál ef þeim er sagt upp störfum. Ekki nóg með að þeir þurfi sjálfir að greiða útlagðan kostnað vegna sinna eigin ferða heldur þurfa þeir að bera kostnað við að útvega nýjan mann í sinn stað, segir
– Sá grunur læðist að manni að Impregilo-menn vilji ekki þiggja starfskrafta Íslendinga þótt þeir séu heimavanir. Framkoma þeirra í garð íslenskra starfsmanna bendir til þess. Nú eru komnir á svæðið um 500 starfsmenn, en þar af eru aðeins um 100 Íslendingar. Þegar þessar framkvæmdir voru í undirbúningi var gert ráð fyrir að í upphafi þeirra yrði ekki þörf á erlendu vinnuafli til verksins.
– Það er áhyggjuefni fyrir íslenskt samfélag, ekki síst fyrir fyrirtækin, ef erlend verktakafyrirtæki komast upp með að undirbjóða innlend fyrirtæki með því að greiða starfsmönnum sínum lægri laun en hér þekkjast. Það er brýnt að þessi þróun verði stöðvuð og það strax. Það á eftir að bjóða út mörg stór verkefni samfara þessum miklu framkvæmdum. Það er hætta á því að íslensk fyrirtæki og launafólk verði bara áhorfendur að þessum framkvæmdum ef ekki tekst að koma í veg fyrir að erlend verktakafyrirtæki hagi sér með þessum hætti hér á landi: Flytji inn menn á öllum aldri, borgi þeim 300–600 krónur á tímann, vísi þeim á óviðunandi starfsmannaaðstöðu. Við eigum ekki að sætta okkur við þetta, hvorki fyrir okkur hönd né þeirra erlendu starfsmanna sem hingað eru komnir. Það er ekki annað hægt en lýsa yfir samúð með þessum erlendu verkamönnum sem hafa sest að á hálendi Íslands, tala flestir einungis móðurmál sitt, eru fáfróðir um þær aðstæður sem geta ríkt á norðaustanverðu hálendi Íslands, eiga ekki fyrir farinu heim, og eru fjötraðir í vistarbandi ráðningarsamningsins við starfsmannaleiguna.
-sg