10.05.2004 Menntun er hornsteinn velferðar Öll menntun er af hinu góða, hvaða nafni sem hún nefnist. Hins vegar má ekki gleyma að nám er tímafrekt og kostnaðarsamt, bæði fyrir einstakling og samfélag. Þess vegna ber að leitast við að opna augu fólks og vekja áhuga þess á námi og menntun sem skilar því sjálfu og samfélaginu sem mestum arði. Á síðustu áratugum hefur íslenskt atvinnulíf stigið mikilvæg skref frá því að starfa í hagkerfi frumframleiðslu til hagkerfis iðnframleiðslu. Þjónustuiðnaður hefur aukist verulega hér eins og annars staðar. Byggingariðnaður er hér blómlegri en nokkru sinni fyrr. Hátæknifyrirtæki í málmiðnaði eru í öflugri sókna á heimsmarkaði. Iðnaðurinn í heild er orðinn ein af meginstoðum undir velmegun Íslendinga. Hér er engu fyrir að þakka nema aukinni menntun og þekkingu. Þekkingin er hverful, ekki síst fagþekking sem starfsmenn og fyrirtæki þarfnast í síkviku atvinnulífi sem skeytir sífellt minna um landamæri. Tæknibreytingar og alþjóðavæðing láta Íslendinga ekki ósnortna frekar en aðrar þróaðar þjóðir. Við þessu verður aðeins brugðist með stöðugri nýsköpun þekkingar og endurnýjun hennar. Til þess höfum við öflugt opinbert menntakerfi og framsækna endurmenntunarstarfsemi sem sinnir þekkingarþörfum þeirra einstaklinga og fyrirtækja sem eru hornsteinn að velmegun þjóðarinnar. Samiðn leggur áherslu á að; · efla fræðslu á íslenskum vinnumarkaði í grunnskóla. · styrkja starfsgrundvöll Starfsgreinaráðanna til að sinn enn betur hlutverki sínu til að fylgja eftir kröfum atvinnulífsins um lifandi nám. · auknu fjármagni verði varið til námsgagnagerðar · gera iðnnemum sem ekki geta lokið námi í heimabyggð fært að sækja nám í skóla utan heimabyggðar með styrkjum, námslánum eða aðgangi að nemendagörðum. · Menntamálaráðuneytið taki fjárhagslega ábyrgð á námi á vinnustað á sama hátt og því námi sem fer fram í skóla. · Menntamálaráðherra tryggi fjármagn til að hrinda í framkvæmd nýjum námsskrám sem hann staðfestir. · endurskoða hlutverk og stöðu meistaranáms í skólakerfinu. · komið verði á fót mati á óformlegu námi sem aflað er á náskeiðum og með þátttöku og starfi á vinnumarkaði. · mæta þörfum þeirra sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaðinum með viðbótarnámi. · iðnnám verði metið að fullu við inngöngu í Tækniháskólann. · stuðla beri að auknu samstarfi fræðslumiðstöðva iðnaðarins. · fræðslumiðstöðum iðnaðarins verð með opinberu fé gert kleift að sinna almennri sí- og endurmenntun iðnaðarmanna. · fræðslumiðstöðvar iðnaðarins sinni fræðslu almenra starfsmanna. · fræðslumiðstöðvum iðnaðarins verði gert kleift að afla sér vottunar á stafsemi sinni. · að sömu lög og reglur gildi um menntun og starfsréttindi útlendinga á íslenskum vinnumarkaði og um Íslendinga. · Hverjum starfsmanni verði tryggður réttur til að sækja a.m.k. eitt endurmenntunarnámskeið á ári í dagvinnutíma. |