Sameiningarviðræðum lífeyrissjóða hætt

Viðræðum á milli Sameinaða lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs verslunarmanna um hugsanlega sameiningu hefur verið hætt.  Samsetning sjóðanna er mjög ólík og hafa stjórnir þeirra, á grundvelli ítarlegrar athugunar, metið stöðuna þannig að samruni borgi sig ekki eins og staðan er í dag.