Miðstjórn fundar í Vestmannaeyjum

Miðstjórn Samiðnar heldur sinn árlega vinnufund í Vestmannaeyjum dagana 7. og 8.september n.k.  Á dagskrá fundarins verður m.a. farið yfir stöðu  kjarasamninganna í ljósi endurskoðunarákvæða þeirra, málefni lífeyrissjóðanna verða rædd og starfsháttanefnd Samiðnar kynnir stöðu mála, auk þess sem starf sambandsins í vetur verður skipulagt.