Félag iðn- og tæknigreina, Félag járniðnaðarmanna og Trésmiðafélag Reykjavíkur standa fyrir trúnaðarmannanámskeiði í október og nóvember í samstarfi við Félagsmálaskóla alþýðu. Námskeiðin eru þrískipt og haldin 18. og 19. okt. og 25. og 26. okt. og 1. nóv. Námskeiðin eru haldin í húsnæði félaganna að Borgartúni 30 6.hæð. Félögin annast sjálf skráningu. Félag iðn- og tæknigreina og Trésmiðafélagið í síma 5356000 og Félag járniðnaðarmanna í síma 5333044.