Samiðn ásamt systursamtökum á Norðurlöndunum hefur hleypt af stokkunum átaki sem miðar að því að efla stéttarfélög í Eystrasaltslöndunum. Fyrirtæki á Norðurlöndum hafa stofnað um 400 dótturfyrirtæki í þessum löndum og flutt starfsemi sína þangað að hluta til eða öllu leyti. Af þessum fyrirtækjum eru 12 íslensk með hátt í 2000 starfsmenn og þar af 5 sem starfa í byggingar- eða málmiðnaði með hátt í 800 starfsmenn. Samkvæmt úttekt sem gerð var á þessum fyrirtækjum er enginn þessara 800 starfsmanna í stéttarfélagi og enginn þeirra tekur laun samkvæmt almennum kjarasamningum.
Nánar er fjallað um þetta mál í næsta tölublaðið Samiðnarblaðsins.